Brava er framsækið fyrirtæki þar sem boðið er upp á markþjálfun fyrir einstaklinga og fyrirtæki, NBI huggreiningar og námskeið.

BRAVA er framsækið fyrirtæki þar sem boðið er upp á markþjálfun fyrir einstaklinga og fyrirtæki, NBI huggreiningar og námskeið.


Hvað er markþjálfun  ?

Markþjálfun er fyrir alla þá sem vilja auka ástríðu, árangur og afköst.
Samtalið er byggt upp á kerfisbundinn hátt til þess að stytta leiðina að settu marki.

 
Hlutverk markþjálfa er að styðja markþega í að finna hugrekki til að sækja sína drauma og framtíðarsýn.


Markþjálfi vinnur með styrkleika markþegans og ýtir undir áhuga hans og ástríðu. Markþjálfi dvelur ekki í fortíð heldur tekur raunstöðu í dag með tilliti til framtíðarstefnu.

NBI-Huggreining

Allt sem við gerum byrjar í heilanum

Kostirnir sem fylgja því að skilja sitt eigið hugsnið eru meðal annars að við myndum betri tengsl, erum virkari þátttakendur í teymisvinnu og tökum skynsamlegar og réttar ákvarðanir.
Að taka betri ákvarðanir um vinnu og starfsferil eða velja rétta fagið eða námsleiðina getur með tímanum leitt til uppbyggilegra og meira gefandi einkalífs og ánægju í starfi.


Til að skilja hugsnið okkar þurfum við að nota vottað og vel rannsakað mælitæki. Við höfum valið að bjóða upp á Neethling-hugmælitækið („Neethling Brain Instrument“), NBI™, sem grunn áreiðanlegra upplýsinga um hughneigðir og skilgreiningu á heildarhugsun.

NBI-hugsnið gefa vísbendingar um hvernig við:

  • Komum fram við aðra
  • Stundum viðskipti
  • Eigum samskipti
  • Leysum vandamál
  • Kjósum að forgangsraða
  • Myndum tengsl


Áframhaldandi rannsóknir við fjölda háskóla og stofnanir eru enn ómissandi hluti af heilavísindum. Nú eru til 20 mismunandi NBI greiningar til bæði persónulegra og viðskiptalegra nota.


Hvers vegna ættir þú að nýta þér NBI-huggreiningar?

Fyrst og fremst vegna þess hversu auðskiljanlegar þær eru, hversu auðvelt að læra og skilja NBI-fræðin og umfram allt, hversu auðvelt er að beita NBI-þekkingunni við raunverulegar aðstæður.


Vertu í sambandi

Hægt er að bóka samtal í flipanum hér að neðan. BRAVA er með aðstöðu í Vatnagörðum 8 eða í gegnum fjarfundabúnað.

Einnig getur markþjálfi BRAVA mætt í þitt fyrirtæki og boðið upp á samtöl á staðnum.


Contact Us

"SÁ SEM STEFNIR EKKERT FER ÞANGAÐ"


Share by: